Fríhafnarskólinn | Námskeiðslota 2024 - verslun

Námslota Fríhafnarskólans 2024 fyrir verslun nefnist „Þjónusta og vöruþekking“ og verður áhersla fræðslunnar á þau atriði. Námskeiðin eru ýmist kennd í námskerfum eða staðbundin.

Eftirfarandi námsþættir verða á dagskrá:

Snyrtifræði - grunnur (í námskerfi og staðbundið)
Vínskóli - grunnur (í námskerfi)
Þjónustuupplifun og menningarlæsi (í námskerfi og staðbundið)
Verkleg vinna - Rétt líkamsbeiting (í námskerfi)

Vörukynningar sem tengjast námsþáttunum verða staðbundnar og verður boðað sérstaklega til þeirra af Fríhöfninni. 

Hæfniviðmið

Að þekkja grunnatriði í snyrtifræði og þekkja helstu tegundir snyrtivara sem fást í Fríhöfninni

Að kunna skil á helstu þrúgum og einkennum þeirra

Að þekkja framleiðsluaðferðir vína, styrktra vína (sérrí, portvín o.fl.) og sterkra vína (koníak, gin, víský, romm o.fl.)

Að efla skilning og þekkingu á margbreytileika og menningu erlendra gesta

Að þátttakendur átti sig á muninum á afgreiðslu og þjónustu

Að efla þjónustvitund og söluhæfni þátttakenda

Að efla fagmennsku þátttakenda í samskiptum við viðskiptavini

Að beita líkamanum rétt í verklegri vinnu

Fyrirkomulag

Rafræn og staðbundin námskeið

Helstu upplýsingar

  • Tími
    9.janúar - mars 2024. Síðasti skráningardagur er 8. desember 2023
  • Lengd
    38 klst.
  • Umsjón
    Fanney Dögg Ólafsdóttir, Eymar Plédel Jónsson, Margrét Reynisdóttir, Ásgerður Guðmundsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson.
  • Staðsetning
    Námskeiðslotan verður bæði í námskerfi og staðbundin.
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk Fríhafnarinnar sem á eftir að taka lotur í Fríhafnarskólanum.
  • Gott að vita
     
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Að ljúka námskeiðum í námskerfi og 90% mæting á staðbundin námskeið.
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
09.01.2024Snyrtifræði, Vínskóli Eymars, Þjónustuupplifun og menningarlæsi, Verkleg vinna - rétt líkamsbeiting. 00:0000:00Fanney Dögg Ólafsdóttir, Eymar Plédel Jónsson, Margrét Reynisdóttir, Ásgerður Guðmundsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson.