Skjalaóreiða

Einn stærsti hluti af Microsoft 365 eru geymslusvæðin í skýinu. Með því að geyma gögn í M365 skýinu er hægt að nálgast þau frá mörgum tækjum. Einnig er einfalt að deila gögnum beint úr Skýinu og stýra aðgengi að viðhengjum sem eykur öryggi gagna.

Sjálfgefið skjalasvæði í teymum í Teams er á SharePoint sem er skýjaþjónusta sem hjálpar stórum og smáum fyrirtækjum að deila og stjórna gögnum. SharePoint býður upp á ríkulegt samstarfsumhverfi þar sem fólk innan og utan fyrirtækisins getur unnið saman með öruggu aðgengi að gögnum.

Einkasvæði fyrir gögn í M365 umhverfinu er OneDrive.

Umfjöllunarefni:

  • OneDrive for Business vs Teams / SharePoint
  • Hvað á að geyma hvar?
  • Skjöl samþætt á C-drifi
  • Útgáfusögu skjala
  • Vistun skjala í skýjaumhverfið
  • Ýmsar sýnir á skjöl og skjalasöfn
  • Hvernig skjölum deilt úr SharePoint / OneDrive og hver er munurinn
  • Hvernig unnið með skjöl í teymisvinnu í rauntíma
  • Tengingu við Outlook
  • Almennar stillingar

Hæfniviðmið

Að öðlast góða yfirsýn og skilning á hvar og hvernig skjöl eru geymd og minnka þannig líkur á skjalaóreiðu

Að geta unnið með skjöl í skýinu og deilt skjölum á öruggan hátt

Að geta sýnt fram á góðan skilning á tengingu við Outlook

Að geta nýtt sér alla helstu þætti M365 gagnageymslunnar

Að geta leyst allar daglegar þarfir við skjalavinnslu

Að geta fundið nýjar leiðir til að leysa núverandi og nýjar áskoranir

Fyrirkomulag

Fyrirlestur

Helstu upplýsingar

  • Tími
    7. nóvember 2025 kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Rúna Guðrún Loftsdóttir, forstöðumaður framlínuþjónustu OK
  • Staðsetning
    Opni Háskólinn HR, Menntavegi 1, 102 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem vilja geta nýtt sér örugga og skilvirka gagnageymslu og unnið í skjölum á nútímalegan og öruggan hátt
  • Gott að vita

    Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga ekki rétt hjá samstarfssjóðum verða afskráð hjá Starfsmennt en geta skráð sig hjá Opna háskólanum í Reykjavík. ATH. Sæti á námskeiðið er aðeins tryggt þegar staðfesting hefur borist frá Opna háskólanum

  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
07.11.2025Skjalaóreiða09:0012:00Rúna Guðrún Loftsdóttir