SSH | Nauðung í starfi með fötluðu fólki
Á námskeiðinu verður fjallað um hugtökin nauðung og þvingun út frá mismunandi sjónarhornum, svo sem lagalegum, sálfræðilegum, hagnýtum, hugmyndafræðilegum, félagslegum, læknisfræðilegum, siðferðilegum, sögulegum og sumir út frá eigin reynslu af nauðung og þvingun, annaðhvort sem gerendur eða þolendur.
Fjallað verður helstu lög og reglur varðandi nauðung í starfi með fötluðum.
Hæfniviðmið
Að geta gert grein fyrir hugtakinu nauðung í starfi og í hverju það felst
Að geta gert grein fyrir lögum og reglum varðandi nauðung í starfi með fötluðum
Að geta afstýrt ólögmætum árásum
Að geta beitt öruggum leiðum til að verja sig ef þörf krefur
Fyrirkomulag
Umræður og fyrirlesturHelstu upplýsingar
- Tími30. október 2025 kl. 13.00 - 16.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
- Lengd3 klst.
- UmsjónÁstríður Erlendsdóttir, þroskaþjálfi
- StaðsetningHúsnæði BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurAðeins fyrir starfsfólk sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Andrastöðum á Kjalarnesi og Ás Styrktarfélagi. Æskilegt er að starfsfólk sæki um SSH námskeiðin í samráði við sína yfirmenn
- Gott að vitaSkráðir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að láta vita ef þeir sjá ekki fram á að komast á námskeiðið. Hægt er að afskrá sig á “mínar síður”, hafa samband á smennt@smennt.is eða í s: 550 0060
Skráning á þetta námskeið hefst 05. 08 2025 kl 09:00
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
30.10.2025 | Nauðung í starfi með fötluðu fólki | 13:00 | 16:00 | Ástríður Erlendsdóttir |