Trúnaðarmenn Sameykis - Launamyndunarkerfi - Starfsmat/stofnanasamningar kl. 10:00-12:00

Trúnaðarmenn þurfa oft á tíðum að geta svarað samstarfsmönnum um launasetningu og þá er gott að hafa innsýn í hugmyndafræðina á bak við kerfið, þ.e. hvernig kerfið byggir á grunnlaunasetningu auk persónubundinna þátta eins og t.d. starfsaldurs og viðbótarmenntunar og hvernig niðurstöðurnar birtast á launaseðlum.

Helstu efnisþættir:  

 • Hugmyndafræði launamyndunarkerfa
 • Hver er munurinn á starfsmat og stofnanasamningum
 • Grunnröðun og persónubundnir þættir
 • Launaseðlar

Markmið að trúnaðarmaður:

 • Þekki til helstu launamyndunarkerfa ríkisstofnana og sveitarfélaga
 • Geti lesið sig í gegnum launamyndun einstaklinga

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, fyrirspurnir og samræður

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Þriðjudagur 25. janúar kl. 10:00-12:00
 • Lengd
  2 klst.
 • Umsjón
  Guðmundur Freyr Steinsson deildastjóri kjaradeildar Sameykis og Stefanía Jóna Nielsen sérfræðingu á kjaradeild
 • Staðsetning
  Grettisgata 89, 105 Reykjavík
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Trúnaðarmenn Sameykis
 • Tengiliður námskeiðs
  Sólborg Alda Pétursdóttir
  solborg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
25.01.2022Launamyndunarkerfi - Starfsmat/stofnanasamningar10:0012:00Guðmundur Freyr Sveinsson og Stefanía Jóna Nielsen