Rétt líkamsbeiting og vellíðan í vinnu

Námskeið á vegum Akademías fyrir öll sem hentar öllum sem eru í vítahring með rangt stillta starfsstöð en það ýtir undir vöðvabólgu.

Langar þig að læra að stilla starfsaðstöðuna þína frá a-ö og þar með draga markvisst úr vöðvabólgu og streitu?

Markmið námsefnisins er að kenna þér að tileinka þér rétta líkamsbeitingu draga úr stoðkerfiskvillum vera í góðu vinnuformi og viðhalda góðri heilsu. 

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

  • Stillingar skrifborðsstóls (3 mism. teg. af stólum)
  • Að stilla skrifborðsstól við borð
  • Að stilla tölvuskjái
  • Notkun lyklaborðs og tölvumúsar
  • Notkun fótskemils

Kaflarnir innihalda skýr og hnitmiðuð myndbönd. Um leið og þú ferð að tileinka þér fjölbreyttar stillingar ferðu markvisst að draga úr vöðvabólgu og streitu.

Fyrirkomulag

Þú færð sendan póst tveimur virkum dögum eftir skráningu með kóða sem veitir aðgang að námskeiðinu. Þú hefur aðgang að efninu í 12 mánuði og getur horft á efnið og lært eins oft og þú kýst á meðan. Námið skiptist í átta hluta og er um korter að lengd

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Námskeiðið stendur aðildarfélögum til boða haustönn 2022. Hægt er að skrá sig og hefja nám hvenær sem er á því tímabili.
  • Lengd
    0,25 klst.
  • Umsjón
    Ásgerður Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og íþróttakennari
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Þetta er efni sem hentar öllum sem eru í vítahring með rangt stillta starfsstöð en það ýtir undir vöðvabólgu.
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Akademias og greiða fullt gjald.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
24.10.2022Rétt líkamsbeiting og vellíðan í vinnuÁsgerður Guðmundsdóttir