Þema V | Meðferð skjala og skjalavistun

Námskeiðið leitast við að svara brýnni þörf fyrir fræðslu um launamál og launaafgreiðslu og tengja það við kjarasamninga og regluverk í starfsmannamálum og á þann hátt að efla sérfræðiþekkingu starfsfólks.

Þar er fjallað um málakerfi og ýmsar tegundir skjala svo sem:

 • erindi á pappír og með tölvupósti
 • samninga og samkomulög
 • ljósmyndir
 • teikningar
 • bókhaldsgögn
 • eyðublöð
 • kynningarefni

Tekin eru til umfjöllunar tengsl skjalastjórnunar við stjórnun og miðlun þekkingar og gæða. Rætt verður um íslensk lög og reglugerðir sem varða málaflokkinn og greint frá alþjóðlegum staðli um skjalastjórn, ÍSÓ 15489

Markmið

Að skilja mikilvægi agaðrar skjalavistunar og rekstri málakerfa hjá opinberum stofnunum.

Að skilja tengsl góðrar skjalavistunar við virkt upplýsingaflæði innan stofnunar og tengsl skjalastjórnunar við gæðastjórnun almennt og ákvæði um aðgang að upplýsingum sem vistaðar eru hjá hinu opinbera.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Mánudagur 13. febrúar 2023 kl. 9:00 - 12:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Heiðar Lind Hansson
 • Staðsetning
  Vefnám á rauntíma, kennt á Teams
 • Tegund
  Fjarnám
 • Verð
  16.500 kr.
 • Markhópur
  Launafulltrúar og þau sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
 • Tengiliður námskeiðs
  Björg Valsdóttir
 • Mat
  90% mæting.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Námskeiðið er hluti af námslínunni „Launaskólinn“ en er opið öllum óháð þátttöku í námslínunni.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
13.02.2023Meðferð skjala og skjalavistun Heiðar Lind Hansson