Copilot á mannamáli
Microsoft Copilot er orðið eitt mikilvægasta verkfæri nútímans – hvort sem þú ert að skrifa texta, greina gögn, undirbúa fundi eða halda utan um verkefni. Á þessu stutta og markvissa námskeiði lærir þú að nota Copilot á skýran, einfaldan og hagnýtan hátt.
Við förum yfir hvernig þú getur sparað tíma, aukið gæði og innleitt ný vinnubrögð sem nýtast strax í starfi.
Þú lærir að:
- Nýta Copilot í daglegum verkefnum án tæknilegs flækjustigs
- Skrifa betri beiðnir (prompts) sem skila betri niðurstöðum
- Nota Copilot til að skrifa, greina og setja saman upplýsingar
- Einfalda ferla og bæta skipulag í M365-umhverfinu
ATHUGIÐ! Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að greiddri útgáfu af Copilot.
Hæfniviðmið
Að öðlast færni til að geta notað Copilot á skýran, einfaldan og hagnýtan hátt
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður
Helstu upplýsingar
- Tími3. desember 2025 kl. 17.00 - 20.00 Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
- Lengd3 klst.
- UmsjónRúna Guðrún Loftsdóttir, eigandi Decasoft - fræðsla og ráðgjöf í upplýsingatækni
- StaðsetningAkademias, Borgartúni 23, 3. hæð, 105 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurFyrir öll sem vilja nýta Copilot á einfaldan, skilvirkan og markvissan hátt – óháð starfi eða tæknikunnáttu
- Gott að vita
Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga ekki rétt hjá samstarfssjóðum Starfsmenntar verða afskráð en geta skráð sig hjá Akademias. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en þátttakandi hefur fengið staðfestingarpóst frá Akademias.
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttir
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 03.12.2025 | Copilot á mannamáli | 17:00 | 20:00 | Rúna Guðrún Loftsdóttir |