Skatturinn | Að auka vellíðan í lífi og starfi
Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun sem hefur það markmið að efla rannsóknir á jákvæðum þáttum mannlegrar hegðunar eins og styrkleikum, vellíðan, velgengni, þakklæti, seiglu, gildum (dyggðum), von, jákvæðum tilfinningum, tilgangi, bjartsýni og hamingju. Hún veltir fyrir sér hvað einkennir einstaklinga sem ná á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífinu og finnur leiðir til að skapa umhverfi þar sem einstaklingur nær að blómstra og lifa sínu besta lífi.
Á námskeiðinu er farið í hvað rannsóknir á hamingju einstaklinga hafa leitt í ljós og hvernig er hægt að mæla hana. Fjallað er um gagnreyndar leiðir til að auka vellíðan. Farið er í mikilvægi þess að þekkja og efla styrkleika sína en með því aukum við líkurnar á að við blómstrum og getum lifað okkar besta lífi.
Hæfniviðmið
Að geta nýtt sér hagnýtar leiðir til að auka vellíðan.
Að fá betri innsýn í eigin styrkleika.
Að öðlast aukið vægi jákvæðra tilfinninga.
Að auka lífsgæði.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræðurHelstu upplýsingar
- Tími14. nóvember 2023, kl. 08.30 - 10.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd1.5 klst.
- UmsjónIngrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP)
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsfólk hjá Skattinum
- Gott að vitaNámskeiðið stendur starfsmönnum Skattsins til boða án kostnaðar og skerðir ekki einstaklingsrétt.
- MatÞátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffia G. Santacroce
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 14.11.2023 | Að auka vellíðan í lífi og starfi | 08:30 | 10:00 | Ingrid Kuhlman |