Canva, hönnun margmiðlunarefnis

Canva er öflugt og einstaklega notendavænt verkfæri með ókeypis aðgangi þar sem þú getur búið til grípandi margmiðlunarefni.

Með Canva getur þú t.d. búið til kynningar (slides), efni fyrir samfélagsmiðla, textaskjöl með myndefni (t.d. skýrslur og ferilskrár),  bæklinga, lógó, plaggöt, myndbönd og einfaldar vefsíður á þægilegan hátt án þess að þurfa neina reynslu af hönnun.

Canva býður upp á mikið safn af tilbúnum sniðmátum sem þú lærir að aðlaga að þínum þörfum.

Námskeiðið fer í gegnum helstu möguleika Canva og veitir þér hagnýta færni í að nýta þetta öfluga tól.

Hæfniviðmið

Að ná öruggum tökum á Canva fyrir fjölbreytt verkefni.

Fyrirkomulag

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Á fyrsta degi veitir kennarinn þér aðgang að rafrænu netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Hann er þér innan handar í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma.

Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá kennara í síma 788 8805 milli kl. 10 – 20 virka daga eða í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi.is

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Skráning er opin til 29. ágúst 2025 en upphafið er valfrjálst
  • Lengd
    18 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    52.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem vilja kynnast Canva og ná öruggum tökum á því fyrir fjölbreytt verkefni
Skráning á þetta námskeið hefst 05. 08 2025 kl 09:00
  • Mat
    Verkefnaskil
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
29.08.2025Canva09:3303:33Bjartmar Þór Huduson