Fyrirmyndar skjalastjórn

Hver er tilgangurinn með góðri skjalastjórn, til hvers að eyða púðri í hana? Hvernig er hægt að viðhalda góðri skjalastjórn á vinnustöðum?

Á námskeiðinu verður fjallað um lagaumhverfi í skjalastjórn á Íslandi og hvernig skjalastjórn tengist mikilvægum málefnum á vinnustöðum eins og rekjanleika gagna og ákvarðana ásamt tengslum þekkingar og gæða og þekkingarstjórnunar.

Jafnframt verður fjallað um mismunandi tegundir skjala og meðhöndlun þeirra sem og gerð eftirfarandi: skjalastefnu, skjalavistunaráætlunar, málalykils, skjalakerfis og lýsigagna. Jafnframt verða rafræn skil tekin fyrir.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Greiningu gagna.
  • Innleiðingu og hönnun skjalakerfis. Kostir og gallar.
  •  Þroskastig í skjalastjórn.
  • Mismunandi meðhöndlun skjala, s.s. tölvupóstur, pappír, teikningar, ljósmyndir, bækur og skýrslur.
  • Þekkingarstjórnun, þ.e.a.s. að þekking sé ekki falin hjá einstaka starfsmönnum.
  • Hlutverk héraðskjalasafna og Þjóðskjalasafns Íslands.
  • ISO 15489 alþjóðlegur staðall um skjalastjórn.
  • Rafræn skil, grisjun, skráning og pökkun og skjalageymslur

Hæfniviðmið

Að öðlast hagnýt tæki og tól í skjalastjórn.

Að öðlast innsýn í bestu starfsaðferðir við stjórnun þekkingar og gagna.

Að öðlast aukna þekkingu og skilning á ISO/IEC 15489.

Fyrirkomulag

Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, umræðum og léttri verkefnavinnu.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þriðjudagarnir 3. og 10. maí kl. 13:00 - 16:00
  • Lengd
    6 klst.
  • Umsjón
    Þorgerður Magnúsdóttir, MIS í upplýsingafræði og CIP vottuð. Eva Ósk Ármannsdóttir, BA í upplýsingafræði og diplóma í jákvæðri sálfræði.
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir þá sem vinna með stjórnun gagna á sínum vinnustað, s.s. vistun, skráningu og pökkun. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið formlegu námi í skjalastjórn.
  • Gott að vita
    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    5500050

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
03.05.2022Fyrirmyndar skjalastjórn13:0016:00Þorgerður Magnúsdóttir og Eva Ósk Ármannsdóttir
10.05.202213:0016:00