Gervigreind og gerð skipana í ChatGPT
- STAÐNÁM eða STREYMI (hakað við í skráningu) -
Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Aðrir verða að skrá sig hjá Iðunni fræðslusetri.
Kynning á spjallmennum og gervigreind og hvernig á að búa til góðar leiðbeiningar fyrir gervigreindina.
Farið í möguleika þess að nota ChatGPT á íslensku. Hvaða aðferðum má beita til að skrifa góðan og nákvæman texta? Hvað þarf að varast?
Hæfniviðmið
Að geta gert grein fyrir notagildi spjallmenna og gervigreindar.
Að geta búið til góðar leiðbeiningar fyrir gervigreindina.
Að geta notað ChatGPT á íslensku.
Að geta beitt mismunandi aðferðum til að skrifa góðan og nákvæman texta.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur. Hægt að skrá sig á staðnámskeið eða fjarnámskeið (í beinu streymi), þá er hakað við fjarnám í skráningarferlinu.Helstu upplýsingar
- TímiTvö skipti: Þriðjudagar 26. september og 3. október kl. 18:00 - 20:30
- Lengd5 klst.
- UmsjónRóbert Bjarnason, með yfir 30 ára reynslu í gervigreind, og framleiðslu tölvuleikja, vefkerfa, kvikmynda og tónlistar.
- StaðsetningIÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík / Eða í fjarnámi (þá hakað við í skráningarferli)
- VerðÁn kostnaðar
- MarkhópurÁhugafólk um gervigreind, hönnuðir, prentsmiðir, umbúðahönnuðir, umbrotsfólk...
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
- MatMæting og þátttaka
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
Gott að vita
Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Aðrir verða að skrá sig hjá Iðunni fræðslusetri. Hægt að skrá sig á staðnámskeið eða fjarnámskeið (í beinu streymi).
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
26.09.2023 | Gervigreind og gerð skipana í ChatGPT | 18:00 | 20:30 | Róbert Bjarnason |
03.10.2023 | Gervigreind og gerð skipana í ChatGPT | 18:00 | 20:30 | Sami kennari |