Atvinnuréttindi bílstjóra eru veitt til fimm ára í senn og þarf að endurnýja þau að þeim tíma liðnum. Bílstjórar sem aka stórum bifreiðum í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni sem og flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skulu hafa lokið 35 kennslustunda endurmenntun á síðustu fimm árum fyrir endurnýjun. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag réttindanáms veitir Samgöngustofa.

Starfsmennt hefur gert samning við tiltekna fræðsluaðila um að greiða þátttökugjald fyrir félagsfólk aðildarfélaga sinna, Sveitamenntar og Ríkismenntar. Frekari upplýsingar veitir skrifstofa Starfsmenntar.

Ef þig vantar frekari upplýsingar eða þú ert með ábendingar til okkar hvetjum við þig til að hafa samband.

Skoða öll námskeið      |      Skoða upplýsingatækninámskeið      |     Skoða þjónustunámskeið     |     Starfsþróunarráðgjöf