Námskeiðin eru ætluð þeim sem koma að kjara- og starfsmannamálum hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga. Markmiðið er að þátttakendur fái betri innsýn inn í framkvæmd launavinnslu og rammaverk kjarasamninga og starfsmannamála hjá ríki og sveitarfélögum. Einnig er fjallað um mannauðsmál hjá hinu opinbera, meðferð persónuupplýsinga og hæfniþróun starfsfólks.
Námskeiðin byggja m.a. á námi sem var þróað í samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga í gegnum samstarfsvettvang Starfsmenntar og hét Launaskólinn.
Markmið námskeiðs er að þátttakendur kunni skil á grunnatriðum varðandi launaútreikninga starfsfólks stofnana þar sem starfsemin liggur niðri hluta úr ári, t.d. í skólum og í æskulýðsstarfi og að þátttakendur viti hvaða gögn þurfa að liggja fyrir við ráðningu starfsfólks í grunn- og tónlistarskólum.
Hefst:
25. september 2025
Kennari:
Bjarni Ómar Haraldsson
Verð:
28.000 kr.
Tegund:
Vefnám