
Fræðsluviðburðir stofnana
Fræðsluviðburðir Starfsmenntar eru hugsaðir sem hugmyndir eða kveikjur að fræðslu fyrir starfsfólk og stjórnendur hjá hinu opinbera. Þeir eru byggðir í kringum ákveðin þemu og hægt er að sérsníða fræðsluna fyrir hverja stofnun og aðlaga eins og hentar.
Þemun er einnig hægt að nýta sem hugmyndir fyrir starfsdaga (heila eða hálfa) eða sem stök erindi sem geta verið allt frá einni klst eða lengri. Athugið að þetta er ekki tæmandi listi svo hafðu samband til að heyra meira.
Fyrirlestra og námskeið er hægt að halda hjá stofnuninni sjálfri eða í kennslustofu Starfsmenntar í Skipholti 50b, Reykjavík.
Heyrðu endilega í okkur!