Markmið og lýsing
Að styrkja þjónustumenningu, efla samskiptafærni og auka meðvitund um fordómaleysi, inngildingu og áhrif starfsfólks á upplifun notenda.
Í þessu þema er fjallað um hvernig góð samskipti geta stutt við góða þjónustu og stuðlað að jákvæðri og inngildandi vinnustaðamenningu. Þátttakendur fá verkfæri til að veita þjónustu af virðingu og innsæi og takast á við krefjandi aðstæður – hvort sem er í tölvupósti, síma eða augliti til auglitis.
Ávinningur
- Betri samvinna og þjónusta byggð á trausti og virðingu
- Skýrari og faglegri samskipti við ólíka hópa
- Færni til að takast á við erfiðar aðstæður af öryggi
- Aukin meðvitund um fordóma og áhrif menningar
Dæmi um fræðsluviðburði
- Góð þjónusta – hvernig veitum við hana
- Samskipti í tölvu og síma
- Krefjandi samskipti
- Fagmennska og virðing í þjónustu
- Vinnustaðamenning sem styður góða þjónustu