Markmið og lýsing

Að efla innri styrk, bæta daglegt vinnuflæði, auka starfsánægju og stuðla að heilbrigðu jafnvægi í starfi og líðan.

Breytingar, álag, áreiti og endalaus verkefni – hljómar þetta kunnuglega? Við ráðum ekki alltaf þeim verkefnum sem þarf að sinna né aðstæðum sem upp koma - en við ráðum hvernig við tökumst á við þau og hvað við tökum út úr þeim. Þetta þema er til þess fallið að styðja við andlega seiglu, streitustjórnun og vellíðan í starfi. Þátttakendur kynnast hagnýtum leiðum til að efla jákvætt hugarfar, auka starfsánægju og ná betri tökum á tíma og skipulagi.

Ávinningur

  • Aukin seigla og jákvæðni í erfiðum aðstæðum
  • Betri stjórn á verkefnum og tíma
  • Meiri starfsánægja og minni streita
  • Minna álag og aukin yfirsýn

Dæmi um fræðsluviðburði

  • Seigla, streitustjórnun og starfsánægja á tímum breytinga
  • Jákvæðni og vellíðan vinnu
  • Betri tímastjórnun og skipulag
  • Tímastjórn með Outlook