Markmið og lýsing
Að efla stafræna hæfni þátttakenda, auka skilvirkni og tryggja örugga og markvissa nýtingu helstu verkfæra Microsoft 365 og gervigreindar (Copilot).
Í þessu þema er áhersla á nýtingu gervigreindar og sjálfvirkni til að einfalda verkefni, bæta ákvarðanatöku og spara tíma. Þátttakendur fá innsýn í hvernig hægt er að auka öryggi gagna, halda utan um samskipti í Outlook og samhæfa vinnu með Teams, OneDrive og SharePoint.
Aukin skilvirkni og einföldun ferla getur þannig stytt þann tíma sem fer í rútínubundin verkefni og skapað rými fyrir önnur eða ný verkefni.
Ávinningur
- Aukin öryggisvitund og færni í meðhöndlun upplýsinga
- Betri nýting á verkfærum Microsoft 365
- Meiri yfirsýn og stjórn í daglegu starfi
- Tímasparnaður með snjallari vinnubrögðum
Dæmi um fræðsluviðburði
- Gervigreind og sjálfvirkni
- Netöryggi
- Náðu stjórn með Outlook
- Teams & OneDrive
- SharePoint
- Copilot - yfirlitsnámskeið