Markmið og lýsing

Að efla hæfni stjórnenda með áherslu á samskipti, vellíðan, fagmennsku og árangursdrifna samvinnu í teymum.

Árangursrík teymisvinna og jákvæður starfsandi byggja á styrkri forystu og öflugum samskiptum. Þetta þema snýr að því að styðja við að byggja upp traust, takast á við erfið samtöl, greina streitueinkenni og skapa sálfélagslegt öryggi. Þátttakendur fá hér verkfæri til að efla teymin sín og takast á við breytingar og streitu í vinnuumhverfinu.

Ávinningur

  • Aukið öryggi í að takast á við erfið samtöl
  • Betri greining á og viðbrögð við streitu og spennu
  • Sterkari starfsandi og traust innan hópa
  • Öflugri stjórnendur og samstilltari teymi

Dæmi um fræðsluviðburði

  • Leiðtogahæfni
  • Teymi til árangurs
  • Stjórnun og starfsandi
  • Að taka samtalið
  • Streitustiginn og sálfélagslegt öryggi