Í gáttinni er að finna námskeið sem eru valin í samvinnu við stofnunina. Markmiðið með námskeiðunum er að auka hæfni starfsfólks, bæta frammistöðu, auka sjálfsöryggi þess og starfsánægju ásamt því að bæta þjónustu og samhæfa fagleg vinnubrögð.

Fyrir hverja?
Námskeið sem eru merkt stofnuninni eru aðeins ætluð starfsfólki hennar. Önnur námskeið eru valin úr almennu námsframboði Starfsmenntar.

Hver greiðir?
Sjóðir eða stofnanir greiða fyrir þátttöku á námskeið sem eru merkt stofnuninni. Um önnur námskeið gilda almennar reglur um greiðsluþátttöku.

Hvernig á að skrá sig?

  1. Smelltu á plúsinn eða nafn námskeiðsins.
  2. Smelltu á Upplýsingar og skráning.
  3. Smelltu á Skrá mig.
  4. Skráðu kennitöluna þína og smelltu á Áfram.
  5. Veldu að skrá þig inn með lykilorði eða rafrænum skilríkjum.
  6. Staðfestu skráninguna.

Að þessu loknu berst þér tölvupóstur frá okkur sem staðfestir skráningu þína á námskeið. Tölvupósturinn gæti lent í ruslpóstinum svo kíktu þangað ef þig er farið að lengja eftir staðfestingu. Hafðu endilega samband ef þig vantar aðstoð!

Skoðaðu öll námskeið Starfsmenntar      |      Viltu spjalla við náms- og starfsráðgjafa?

Fjallað er um hvernig bregðast má við erfiðum og óánægðum viðskiptavinum. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
Hefst:
07. maí 2025
Kennari:
Margrét Reynisdóttir
Verð:
24.500 kr.
Tegund:
Vefnám

Árangurinn í flestu því sem við tökum okkur fyrir hendur ræðst að töluverðu leyti af hugarfari okkar. Farið verður í hvernig rannsóknir síðustu áratuga hafa dregið fram margar áhugaverðar staðreyndir um hvernig við hugsum og hvernig við getum nýtt okkur hugsanirnar. Fyrirlesturinn er eingöngu fyrir starfsfólk Hljóðbókasafns Íslands.
Hefst:
20. maí 2025
Kennari:
Eyþór Eðvarðsson
Verð:
4.800 kr.
Tegund:
Staðnám