Í gáttinni er að finna námskeið sem eru skipulögð í samvinnu við Skálatún. Þau námskeið sem merkt eru "Skálatún" eru einungis ætluð starfsfólki Skálatúns sem boðað hefur verið á þau. Þau standa aðildarfélögum Starfsmenntar til boða þeim að kostnaðarlausu en Skálatún greiðir fyrir aðra. Verð birtist við skráningu á sum námskeið en í ferlinu breytist þetta hjá þeim sem eiga rétt á kostnaðarlausri þátttöku.

5 skref að skráningu:

  1. Ýta á plúsinn
  2. Fara í Upplýsingar og skráning
  3. Ýta á Skrá mig
  4. Setja inn kennitölu og velja innskráningu með lykilorði eða í gegnum Ísland.is
  5. Staðfesta skráningu

Markmið gáttarinnar er að auðvelda aðgengi að fræðslu, auka hæfni, bæta frammistöðu starfsfólks, auka sjálfsöryggi þess og starfsánægju ásamt því að bæta þjónustu og samhæfa fagleg vinnubrögð.

Athugið að hér birtist ekki allt námsframboð Starfsmenntar heldur aðeins valin námskeið.

 

Skoða öll námskeið      |      Skoða upplýsingatækninámskeið      |     Skoða þjónustunámskeið     |     Starfsþróunarráðgjöf

 

Hér er farið yfir almenna skyndihjálp og þau atriði sem hafa ber í huga þegar unnið er með fötluðum. Þriðja og síðasta námskeiðið í námskeiðsröðinni. Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.
Hefst:
13. apríl 2023
Kennari:
Laufey Gissurardóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám