Hver á rétt - hver greiðir?

Greiðslur vegna þátttöku í námi á vegum Starfsmenntar berast með ýmsum hætti og byggja ýmist á ákvæðum kjarasamninga eða á samstarfssamningum milli Starfsmenntar og fræðslu- og símenntunarsjóða.

Ríkisstarfsfólk í aðildarfélögum BSRB
Starfsfólk ríkisstofnana sem jafnframt er félagsfólk í eftirtöldum stéttarfélögum innan BSRB á beina aðild og þar með fullan aðgang að námi og þjónustu hjá Starfsmennt þar sem samið hefur verið um greiðslur í kjarasamningum:

  • Félag flugmálastarfsmanna ríkisins
  • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
  • FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
  • Félag starfsmanna stjórnarráðsins
  • Kjölur - stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
  • Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu
  • Starfsmannafélag Garðabæjar
  • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
  • Starfsmannafélag Húsavíkur
  • Starfsmannafélag Kópavogs
  • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
  • Starfsmannafélag Suðurnesja 
  • Starfsmannafélag Vestmannaeyja

Félagsfólk Sameykis sem starfar hjá sjálfseignarstofnunum 
Starfsfólk ýmissa sjálfseignarstofnana, sem jafnframt er félagsfólk í Sameyki, á beina aðild á grundvelli kjarasamninga og þar með fullan aðgang að námi og þjónustu hjá Starfsmennt. 

Félagsfólk Sameykis sem starfar hjá Reykjavíkurborg
Samið hefur verið um fullan aðgang að námi, fræðslu og annarri þjónustu á vettvangi Starfsmenntar fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar sem jafnframt er félagsfólk í Sameyki og á rétt hjá Fræðslusjóði Sameykis.

Félagsfólk bæjarstarfsmannafélaga og Starfsgreinasambandsins (SGS) 
Samið hefur verið um fullan aðgang að námi, fræðslu og annarri þjónustu á vettvangi Starfsmenntar fyrir starfsfólk ríkis og sveitarfélaga, sem jafnframt á rétt hjá eftirtöldum sjóðum:

Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna 
Samið hefur verið um fullan aðgang að námi og fræðslu á vettvangi Starfsmenntar fyrir starfsfólk ríkis, sveitarfélaga og sjálfseignarstofnana, sem jafnframt á rétt hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna. Greiðslurnar skerða ekki einstaklingsrétt félagsfólks. 

Við skráningu þurfa þau sem falla hér undir að fylgja þessum skrefum:

  1. Velja undir Stéttarfélag: Ekkert af neðangreindu/Annað - Vinsamlegast tilgreindu hér fyrir neðan.
  2. Í reitinn Stéttarfélag - annað á að skrá það aðildarfélag BHM sem viðkomandi tilheyrir. ATH! Ekki nægir að skrá  BHM sem stéttarfélag heldur verður að skrá nafn aðildarfélagsins (sjá listann hér fyrir neðan).
  3. Undir greiðsluupplýsingar á að haka í Ég vil fá sendan greiðsluseðil og setja kennitölu Starfsþróunarseturs sem greiðanda, kennitalan er 5006110730.

Aðildarfélög Starfsþróunarseturs eru:

  • Dýralæknafélag Íslands
  • Félag geislafræðinga
  • Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
  • Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum
  • Félag íslenskra náttúrufræðinga
  • Félag leikstjóra á Íslandi
  • Félag lífeindafræðinga
  • Félag sjúkraþjálfara
  • Félagsráðgjafafélag Íslands
  • Iðjuþjálfafélag Íslands
  • Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga
  • Ljósmæðrafélag Íslands
  • Prestafélag Íslands
  • Sálfræðingafélag Íslands
  • Stéttarfélag lögfræðinga
  • Viska (áður Fræðagarður, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Félag íslenskra félagsvísindamanna)
  • Þroskaþjálfafélag Íslands

Félagsfólk í Sameyki í fæðingarorlofi og atvinnulausir
Starfsfólk í fæðingarorlofi og þau sem fá greiddar atvinnuleysisbætur þurfa að greiða fyrir þátttöku í námi nema að þau hafi síðast verið í starfi hjá ríkinu og greitt til Sameykis (áður SFR).

Nánari upplýsingar um rétt til náms og þjónustu er í vissum tilvikum hægt að fá á „Mínum síðum“ eða með því að hafa samband.