Stafræna hæfnihjólið – Ókeypis vefnámskeið

Notkun stafrænnar tækni er mjög víðfeðm í íslensku samfélagi og nær til margvíslegra viðfangsefna. Stafræn hæfni snýst um að geta beitt viðeigandi þekkingu og færni, en einnig að vera reiðubúin/n að endurskoða viðhorf sín og vera tilbúin/n að prófa nýja tækni. Námið er fyrst og fremst hugsað sem vitundarvakning og stuðningur til sjálfshjálpar í stafrænum heimi. Efling almennrar stafrænnar hæfni er því samfélagslegt verkefni og stuðlar að því að styrkja mannauð og auka atvinnu- og samkeppnishæfni hvers og eins.

Námskráin skiptist í fjögur meginþemu og er hverju og einu þeirra skipt í fjögur undirþemu til samræmis við fjölda hæfniþátta í sjálfsprófinu.

Helstu markmið með náminu eru að efla getu þátttakenda til að:

  • skilgreina, finna, sækja, geyma, skipuleggja og greina stafrænar upplýsingar og meta gildi þeirra og tilgang.

  • eiga í samskiptum og samstarfi við hópa fólks á netinu og vera fær um að nota viðeigandi samskiptamáta, tón og hegðun.

  • búa til, stilla og breyta stafrænu efni, ásamt því að leysa tæknileg vandamál og finna leiðir til að nýta sér kosti tækninnar.

  • nota stafræna tækni á öruggan og sjálfbæran hátt hvað varðar gögn, auðkenni og vinnutengt tjón, ásamt því að huga að löggjöf því tengdu, réttindum og skyldum.

Hæfniviðmið

Að efla stafræna hæfni

Fyrirkomulag

Kennslumyndbönd

Helstu upplýsingar

  • Lengd
    1 klst.
  • Staðsetning
    Allt landið
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið er ætlað þeim sem vilja efla stafræna hæfni sína.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er án kostnaðar fyrir alla.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
16.03.20221. UpplýsingarFræðslusetrið Starfsmennt
16.03.20222. SamskiptiFræðslusetrið Starfsmennt
16.03.20223. FramkvæmdFræðslusetrið Starfsmennt
16.03.20224. ÖryggiFræðslusetrið Starfsmennt