Launaskólinn - þema IV, Mannauður og starfsþróun - Vefnám

Fjallað verður um helstu þætti í aðferðafræði mannauðsstjórnunar, birtingarmynd starfsmannastefnu hins opinbera í kjarasamningum og lögum en einnig hvernig aðferðafræðin nýtist stjórnendum opinberra stofnana til að skapa gott andrúmsloft og heilsusamlegt starfsumhverfi. Einnig verður lögð áhersla á að efla umræðu og vitund meðal þátttakenda um einelti á vinnustað og aðgerðir gegn því. Gerð verður grein fyrir hvað einelti er og hvaða aðstæður geti ýtt undir það ásamt því að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir. Þá verður einnig fjallað um birtingarmyndir kynferðislegrar áreitni á vinnustað og viðbrögð við því. 

Hér má einnig finna nánari upplýsingar um mannauðstengd málefni.

Hæfniviðmið

Að þátttakendur öðlist skilning á hvað felst í aðferðafræði heildstæðrar mannauðsstjórnunar og hvernig hún er nýtt sem stjórntæki hjá hinu opinbera.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    11. febrúar 2021 frá kl. 9:00-16:00 og 12. febrúar frá kl. 9:00-12:00.
  • Lengd
    9 klst.
  • Umsjón
    Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingar hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins.
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    45.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Launafulltrúa og þeir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum hjá ríki og bæ.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er félagsmönnum aðildarfélaga Starfsmenntar  að kostnaðarlausu, aðrir greiða kr. 45.000.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
11.02.2021Mannauðsmál hjá hinu opinbera – aðferðir mannauðsstjórnunar09:0016:00Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir
12.02.2021Einelti og áreitni á vinnustað; meðferð ágreinings; samskipti09:0012:00Sara Lind Guðbergsdóttir