Það er nóg pláss í klúðurklúbbnum – gróskuhugarfar í verki
Á þessu lifandi vefnámskeiði er fjallað um hvernig mistök, óvissa og ófullkomleiki eru eðlilegur og mikilvægur hluti af námi, þróun og árangri, bæði í starfi og einkalífi. Lögð er áhersla á hvernig viðhorf okkar til áskorana, mistaka og eigin getu móta hegðun, sjálfstraust, samskipti og frammistöðu.
Þátttakendur fá innsýn í hvernig þróa má gróskuhugarfar þar sem áhersla er lögð á lærdóm, seiglu og stöðuga þróun fremur en fullkomnun eða ótta við að gera mistök. Unnið er með raunhæf dæmi, ígrundun og einföld hagnýt verkefni sem styðja við að yfirfæra hugmyndirnar yfir í daglegt líf og starf.
Helstu viðfangsefni:
- Klúður og mistök sem lærdómsferli og hvers vegna þau skipta máli
- Fastmótað hugarfar vs. gróskuhugarfar: áhrif á hegðun, samskipti og árangur
- Ótti við mistök, fullkomnunarárátta og sjálfsgagnrýni
- Að skapa öruggt rými til að prófa, læra og vaxa
- Hagnýt verkfæri til að efla gróskuhugarfar í daglegu lífi og starfi
Hæfniviðmið
Að auka skilning á mikilvægi gróskuhugarfars
Að geta nýtt hagnýt verkfæri til að efla gróskuhugarfar í daglegu lífi og starfi
Að geta endurmetið eigin viðhorf til áskorana, mistaka og eigin getu
Að efla seiglu, sveigjanleika og hugrekki í krefjandi aðstæðum
Að kunna að takast á við ótta við mistök, fullkomnunaráráttu og sjálfsgagnrýni með uppbyggilegum hætti
Að efla lærdóm og vellíðan ásamt persónulegri og faglegri þróun
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræðurHelstu upplýsingar
- Tími11. mars 2026, kl. 10.00 - 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
- Lengd2 klst.
- UmsjónIngrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Zoom
- TegundStreymi
- Verð14.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll sem vilja efla sjálfsþekkingu, hugrekki og sveigjanleika í krefjandi aðstæðum, styrkja lærdómsmenningu og skapa rými fyrir vöxt, þróun og vellíðan
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 11.03.2026 | Það er nóg pláss í klúðurklúbbnum – gróskuhugarfar í verki | 10:00 | 12:00 | Ingrid Kuhlman |