Tæknisjálfstraustið

Kjarnaspurning námskeiðisins er: Hvernig þróa ég með mér vaxtarhugarfar?

Við þurfum nefnilega á því hugarfari að halda til þess að fastmótaðar hugmyndir um það hver við erum, hvað við getum, hvað við getum ekki, hverju við erum góð í og hverju léleg - geti verið brotnar upp.

Með vaxtarhugarfarinu getum við betur tileinkað okkur nýja hluti, séð á okkur nýjar hliðar, vaxið í áskorunum sem voru alltaf fjarlægar en eftirsóknarverðar.

Hæfniviðmið

Að styrkja hugarfar sitt gagnvart tækni og nýjungum.

Að þróa með sér vaxtarhugarfar.

Að brjóta upp fastmótaðar hugmyndir um það sem við getum og það sem við gerum ekki nægilega vel.

Að þróa hæfileikann til að tileinka sér nýja hluti og sjá nýjar hliðar á hlutunum.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er vefnám sem gerir þátttakendum kleyft að fara yfir efnið á þeim stað og tíma sem hentar.

Eftir skráningu hjá Starfsmennt þarf að bíða eftir næsta virka degi, þá kemur póstur frá Opna Háskólanum í HR sem veitir aðgang að námssvæði námskeiðisins (kennslukerfi Opna háskólans).

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Skráning er opin til 20. desember 2023 en upphafið er valfrjálst
  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Kristín Hrefna Halldórsdóttir, stjórnandi hjá Origo
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir öll sem langar til að styrkja hugarfar sitt gagnvart tækni og nýjungum
  • Gott að vita

    Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu, aðrir geta skráð sig hjá Opna Háskólanum í HR

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Áhorf
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
20.12.2023Tæknisjálfstraustið10:0011:00Kristín Hrefna Halldórsdóttir