Microsoft Teams fyrir virka notendur
- Streymi -
Skráningu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar lýkur 25. október kl. 10:00, aðrir sækja um hjá EHÍ.
Á þessu námskeiði verður farið yfir daglega notkun svo sem uppröðun teyma, festur, síur, bókamerki, skipanir, tengingar við önnur kerfi, uppsetningu lista, samskipti við SharePoint, nýjar viðbætur og fleira.
Yfirferð:
- Uppröðun teyma – notendur.
- Rásir – vinsælast.
- Notkun á virkni (e. activity) – síun.
- Merkingar á skilaboðum.
- Skipanir í leitarglugga.
- Notkun á listum innan Teams.
- Tengingar við Sharepoint og önnur kerfi.
- Sniðmát og aðgengi að gögnum í Sharepoint
- Samvinna á skrám og merkingar.
- Fundir – bókun, rásir og upptökur.
Hæfniviðmið
Að geta nýtt sér Teams til daglegrar notkunar.
Að geta gert grein fyrir og nýtt sér atriði svo sem: uppröðun teyma, festum, síum, bókamerkjum, skipunum, tengingum við önnur kerfi, uppsetninu lista, samskiptum við SharePoint, nýjum viðbótum o.fl.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og verkefni.Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.
Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu.
Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra.
Þátttakendur þurfa að hafa Teams aðgang uppsettan áður en að námskeið hefst.
Slóð námskeiðsins verður sent á það netfang sem þátttakandi hefur gefið upp við skráningu.
Helstu upplýsingar
- TímiFimmtudagur 9. nóvember kl. 09:00 - 12:00
- Lengd3 klst.
- UmsjónAtli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari
- StaðsetningVefnám á rauntíma, kennt á Zoom
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar
- MarkhópurNámskeiðið er ætlað notendum Microsoft 365 pakkans sem vilja nýta sér möguleika hans enn betur. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi þekkingu á Teams og/eða hafi lokið grunnnámskeiðinu, Microsoft Teams & OneDrive hjá EHÍ.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
- MatMæting
Gott að vita
Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
09.11.2023 | Microsoft Teams fyrir virka notendur | 09:00 | 12:00 | Atli Þór Kristbergsson |