Viðurkenndur bókari - Endurmenntun Háskóla Íslands
Endurmenntun HÍ býður uppá nám til undirbúnings fyrir próf til viðurkenningar bókara á vegum Atvinnuvega- og nýsköpurnarráðuneytisins skv. 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald.
Námið er eitt misseri og skiptist í þrjá hluta: Reikningshald, skattskil og upplýsingatækni ásamt raunhæfu verkefni úr efnisþáttum I. og II. prófhluta. Námið má fá metið til 6 ECTS eininga á grunnstigi háskóla, að því gefnu að þátttakandi uppfylli inntökuskilyrði HÍ ásamt því að ljúka öllum prófhlutum til viðurkenningar bókara með tilskilinni lágmarkseinkunn.
Námið er einkum ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á starfi á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana.
Mælt er með því að umsækjendur hafi starfað við bókhald og hafi haldgóða þekkingu og reynslu af bókhaldsstörfum sem og Excel töflureikni.
Nánari upplýsingar er að finna á vef EHÍ.
Athygli er vakin á því að sækja þarf um bæði hjá okkur og EHÍ.
Kynningarfundur um námið verður 20. maí kl. 17, hjá Endurmenntun, Dunhaga 7.
Hæfniviðmið
Undirbúningsnám á háskólastigi. Námið undirbýr nemendur fyrir próf á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis til viðurkenningar bókara, skv. 43.grein laga nr. 145/1994 um bókhald.
Fyrirkomulag
Kennt er í 10 lotum. Kennsla hefst 14. ágúst og lýkur 5. desember. Kennt er aðra hverja helgi.Kennsla fer fram á fös. kl. 16:15- 19:15 og lau. 8:30 - 12:00 og 12:30 - 16:00.
Prófdagar liggja ekki fyrir hjá Prófnefnd bókara.
Helstu upplýsingar
- TímiHaustönn 2015.
- Lengd90 klst.
- UmsjónÁsmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður og aðjúnkt í skattarétti við viðskiptafræðideild HÍ. Dr. Gunnar Óskarsson, aðjúnkt við viðskiptafræðideild HÍ. Snorri Jónsson, Master of Accounting and Auditing.
- StaðsetningDunhagi 7, 107 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámið er einkum ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á starfi á sviðum bókhalds-, fjármála- og hagdeilda fyrirtækja og stofnana. Eingöngu fyrir félagsmenn.
- Gott að vitaÖðrum en aðildarfélögum Starfsmenntar er bent á að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, s. 525 4444.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
14.08.2015 | Viðurkenndur bókari | 08:30 | 16:00 | Endurmenntun Háskóla Íslands |