Góð geðheilsa, sterkari stofnun!

Námskeiðið er opið starfsfólki ríkis og sveitarfélaga sem og öllum aðildarfélögum Starfsmenntar.

Á námskeiðinu verður fjallað um líðan og geðheilsu starfsfólks og hvernig starfsumhverfi getur stuðlað að góðri geðheilsu, valdeflingu starfsfólks og stutt þau sem eru að vinna í bataferli sínu.
Farið verður yfir hvað geðræn áskorun felur í sér, fjallað verður um ýmsar bataleiðir og hvernig stuðning stjórnendur og samstarfsfólk getur veitt þeim starfsmönnum sem hafa staðið frammi fyrir eða standa frami fyrir geðrænum áskorunum.
Þá verður einnig fjallað um ýmsa þætti sem við öll getum sinnt til að huga að eigin geðheilsu og jafnvægi í lífi og starfi.

Hæfniviðmið

Að geta skilið geðrænar áskoranir og hvaða leiðir eru til bata.

Að geta hagnýtt margvíslegar leiðir til að efla eigin geðheilsu.

Að geta nýtt þekkingu á valdeflingu og stuðning á vinnustað við starfsfólk sem glímir við skerta geðheilsu.

Fyrirkomulag

Veffyrirlestur, upptaka verður aðgengileg skráðum þátttakendum í viku eftir að námskeiði lýkur.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 13. september kl. 10:00 - 12:00
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Auður Axelsdóttir framkvæmdastjóri hjá Hugarafli
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Zoom
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem vilja auka þekkingu á geðheilsumálum og stuðla að valdeflingu á vinnustaðnum.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er opið starfsfólki ríkis og sveitarfélaga sem og öllum aðildarfélögum Starfsmenntar. Skráðir þátttakendur geta nálgast upptöku í eina viku eftir að námskeiði lýkur á "mínar síður".
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
13.09.2023Góð geðheilsa, sterkari stofnun!10:0012:00Auður Axelsdóttir