Starfsfólk eldhúsa og mötuneyta, matráðar og matreiðslufólk geta nýtt sér eftirfarandi námskeið. Athugið að eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig á námskeið sem eru í samstarfi við Iðuna, í þeim tilvikum verða aðrir skráð sig beint hjá Iðunni. 

Ef þig vantar frekari upplýsingar eða þú ert með ábendingar til okkar hvetjum við þig til að hafa samband.

Markmið námskeiðsins er að koma til móts við kröfuna um fjölbreytt, girnilegt og gómsætt grænmetisfæði í mötuneytum og stóreldhúsum. Einungis fyrir starfsfólk í mötuneytum, matráða og matreiðslumenn sem eiga aðild að Starfsmennt.
Hefst:
01. febrúar 2023
Kennari:
Dóra Svavarsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Á þessu námskeiði lærir þú helstu atriðin sem þarf að hafa í huga í stóreldhúsi þegar eldað er fyrir hópa af fólki sem eru með mismunandi þarfir vegna ofnæmis og/eða óþols. Einungis fyrir starfsfólk í mötuneytum, matráða og matreiðslumenn sem eiga aðild að Starfsmennt.
Hefst:
01. mars 2023
Kennari:
Dóra Svavarsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám