Langar þig til að skapa jákvæða og skapandi vinnustaðamenningu? - Vefnám

Á þessu stutta námskeiði verður rætt um nokkra lykilþætti árangursríkrar þjónandi leiðtogastjórnunar og skapandi vinnustaðamenningu. Þátttakendur fá tækifæri til að leggja fram spurningar og taka þátt í umræðum.

Vinnumarkaðsrannsóknir benda til þess að þrátt fyrir aukna sjálfvirkni þá er enn brýnna að stjórnendur og starfsfólk hafi færni á sviði mannlegra þátta til að halda velli í samkeppnisumhverfi samtímans.

Þeirra á meðal eru eiginleikar eins og samskipti, frumkvæði, nýsköpun, þekkingaröflun- og miðlun, uppbyggilegt gagnrýnið hugarfar, samvinna og samningatækni.

Sérstaklega er bent á að vinnustaðamenning þurfi að tryggja þætti sem stuðla að góðri heilsu, minnka líkur á kulnun og gæta þess að orka starfsfólks nýtist vel í skilgreind forgangsverkefni. Það á að vera tilhlökkun að mæta til vinnu þar sem við vitum að við getum gert betur í dag en í gær.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  •  Hvað hæfni þurfa leiðtogar að styrkja sérstaklega?
  • Hvað þarf ég/við að gera til að byggja upp liðsheild leiðtoga og sigurvegara?
  • Hvernig hugarfar og menning skilar árangri til framtíðar?
  • Hvar eru tækifærin?
  • Hvað get ég og starfsmannahópurinn sem ég tilheyri gert til að njóta meiri gleði og árangurs?
  • Af hverju getur hugarfar þjónandi leiðtogastjórnunar minnkað líkur á langtíma veikindum og kulnun?

Hæfniviðmið

Að fá betri skilning og þekkingu til að skapa og viðhalda jákvæðum starfsanda.

Að öðlast verkfæri til að efla jákvæðni, samkennd og samvinnu.

Að skilja betur leiðarljósið: „Ég ætla að gera betur í dag en í gær.“

Að þekkja grunnþætti að samkeppnishæfni til framtíðar.

Að þekkja nokkra af áhættuþáttum kvíða og kulnunar á vinnustað.

Fyrirkomulag

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þriðjudagur 5. október kl. 09:00 - 12:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun og Qigong kennari.
  • Staðsetning
    Vefnám
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir stjórnendur og starfsmenn sem vilja auka þekkingu sína á þjónandi leiðtogastjórnun og stuðla betri samskiptum, auka starfsgleði, árangur og styrk sinna teyma.
  • Gott að vita

    Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.

    Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

    Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
05.10.2021VinnustaðamenningÞorvaldur Ingi Jónsson og stefnumótun og Qigong.