Fjarvinna og fjarnám kl. 13:00 - 16:00

Námsþættinum er ætlað að efla færni námsmanna í fjarvinnu í formi þátttöku og skipulagningar fjarfunda bæði í starfi og í fjarnámi. Fjallað er um hvaða tæki eru notuð í fjarvinnu. Farið er yfir hugbúnað og samvinnu- og samskiptatól og áhersla er lögð á skipulag fjarvinnu með það að markmiði að námsmaður geti nýtt aðferðir og tæki sem best í starfi og námi. Einnig verður farið yfir umgengnisreglur og fundamenningu í fjarvinnu.

Námið byggir á námskránni Tæknilæsi og tölvufærni – Vinnuumhverfi samtímans og er í boði í samvinnu við Framvegis – Miðstöð símenntunar. 

Hæfniviðmið námsþáttar

Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Tækjum sem nýtast í fjarvinnu
 • Hugbúnaði sem hentar fyrirliggjandi verkefnum eða aðstæðum í fjarvinnu
 • Mikilvægi skipulagningar fjarvinnu, bæði þegar kemur að tækni og umhverfi
 • Viðeigandi samskiptum í fjarvinnu
 • Möguleikum og takmörkunum samskipta í gegnum fjarfundarbúnað

Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:

 • Velja tæki sem henta best hverju verkefni eða aðstæðum í fjarvinnu
 • Velja hugbúnað sem hentar hverju verkefni eða aðstæðum í fjarvinnu
 • Skipuleggja eigin fjarvinnu
 • Skipuleggja og stjórna fjarvinnu í samstarfi við aðra
 • Eiga góð samskipti í gegnum fjarfundarbúnað og fara eftir viðurkenndum samskiptareglum

Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Nota tæki og hugbúnað sem eiga við hverju sinni og hæfa verkefnum og aðstæðum í fjarvinnu
 • Taka þátt í fjarvinnu á skipulegan og skilvirkan hátt, bæði sem þátttakandi og stjórnandi
 • Virða samskiptareglur í fjarvinnu og hafa góða fundamenningu að leiðarljósi

Fyrirkomulag

Námið er bæði bóklegt og verklegt.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Mánudagur 22. og miðvikudagur 24. nóvember kl. 13:00 - 16:00
 • Lengd
  6 klst.
 • Umsjón
  Hermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
 • Staðsetning
  Í húsnæði Framvegis
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  33.000 kr.
 • Markhópur
  Fyrir alla sem vilja auka þekkingu á fjarvinnu og fjarnámi
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
  550 0060

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
22.11.2021Fjarvinna og fjarnám13:0016:00Hermann Jónsson
24.11.2021Fjarvinna og fjarnám13:0016:00Sami kennari